Sumarnámskeið Grundarfjarðarbæjar - Seinni hluti hefst mánudaginn 9. ágúst nk.

Námskeiðin eru í boði fyrir börn fædd 2009-2015. Námskeiðin verða í tvær vikur í ágúst (9. – 20. ágúst).

Verð á námskeiðum er eftirfarandi:
Ein vika fyrir hádegi kl. 9-12, kr. 6.500, ein vika eftir hádegi kl. 13-16, kr. 6.500 og ein vika allan daginn kr. 11.000.

Systkinaafsláttur er veittur á annað barn sem nemur 30% af verði og á þriðja barn 70%.

Sótt er um í gegnum vef Grundarfjarðarbæjar fyrir 6. ágúst 2021 (sjá hlekk hér fyrir neðan).

Umjón með sumarnámskeiðunum hefur Sylvía Rún Guðnýjardóttir, netfang: sumarnamskeid@grundarfjordur.is

Sækja um