- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Sumarnámskeið Grundarfjarðarbæjar 2025 hefjast þriðjudaginn 10. júní nk.
Námskeiðin eru fyrir börn fædd 2016-2018. Um er að ræða þrjú námskeið í júní, þ.e. þrjár vikur þar sem vikan er 4-5 virkir dagar að lengd (9. júní, annar í Hvítasunnu, og 17. júní eru frídagar).
Á námskeiðunum verður áhersla lögð á náttúru í nærumhverfi Grundarfjarðar, útileiki og skapandi vinnu og verður m.a. farið í gönguferðir, fjöruferð, fjallgöngu, dorgveiði og sund.
Vika 1 er 10.-13. júní
Vika 2 er 16.-20 júní (17. júní er frídagur)
Vika 3 er 23.-27. júní
Umsjón
Kristín Halla Haraldsdóttir hefur umsjón með námskeiðinu, eins og í fyrra. Kristínu þekkja flestir úr íþrótta- og félagsstarfi til langs tíma. Kristín er með meistaragráðu í náttúrugreinum frá Háskóla Íslands og er að klára BS í náttúru- og umhverfisfræði frá Landbúnaðarháskóla Íslands.
Kristínu til aðstoðar verða þær Sólveig Stefanía Bjarnadóttir sem hefur verið til aðstoðar á sumarnámskeiðum áður og Hrafnhildur Hilmarsdóttir. Hægt er að ná í þær gegnum netfangið sumarnamskeid@grundarfjordur.is
Námskeiðin byrja og enda í eða við íþróttahúsið. Krakkarnir eiga að mæta með hollt og gott nesti fyrir kaffitíma, fyrir og eftir hádegi og hafa með sér vatnsbrúsa, sundföt (tiltekna daga) og léttan bakpoka. Ekki er leyfilegt að koma með gos, orkudrykki og sælgæti.
Mikilvægt er að börnin séu alltaf klædd eftir veðri.
Viðbótartími að morgni
Í ár ætlum við að prófa að bjóða uppá gæslu á milli 8:00-9:00, án þess að þá verði sérstök dagskrá, en dagskráin mun hefjast kl 9:00. Gjaldið fyrir þennan tíma verður 2000 kr. á viku til viðbótar við námskeiðsgjaldið sjálft. Til að hægt sé að bjóða uppá þennan viðbótartíma, er miðað við að þátttaka sé að lágmarki 4 börn.
Verð
Verð á námskeiðum eru eftirfarandi:
Ein vika allan daginn kr. 13.500.
Ein vika hálfan daginn (fyrir hádegi kl. 9-12 eða eftir hádegi kl. 13-16) kr. 8.000.
Systkinaafsláttur: 30% af verði fyrir annað barn og 70% af verði fyrir þriðja barn.
--
Sótt er um í gegnum vef Grundarfjarðarbæjar, sjá hlekk hér. Sækja þarf um fyrir kl. 13:00 föstudaginn 6. júní nk.
Frekari spurningum má beina á grundarfjordur@grundarfjordur.is eða í síma 4308500 á opnunartíma Ráðhúss 10:00-14:00.