Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson
Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson

Sumarnámskeið 2023

Grundarfjarðarbær leitar eftir fólki til að sjá um sumarnámskeið fyrir börn sumarið 2023.

Starfstímabil sumarnámskeiða er 5.-23. júní og 7.-18. ágúst og áætlun gerir ráð fyrir að þau standi frá kl. 9:00-12:00 og 13:00-16:00.

Til greina kemur að ráða fólk sem er til í að sjá um hluta námskeiðanna, til dæmis stakar vikur. Einnig erum við opin fyrir því ef einstaklingar eða hópar myndu vilja sjá um stutt námskeið, inní sumarnámskeiðin, eins og t.d. íþróttaæfingar, leiklistar-, dans- eða listasmiðjur. Við erum opin fyrir góðum hugmyndum!  Lengd, tímasetning og staðsetning slíkra námskeiða er samkvæmt samkomulagi. 

Nánari upplýsingar veitir Ólafur, íþrótta- og tómstundafulltrúi í netfanginu ithrott@grundarfjordur.is  eða síma 430 8500, fyrir 5. maí nk.