Nú er byrjað að taka við skráningum á sumarnámskeið fyrir börn fædd 2002 - 2007. Í boði eru fjölbreytt námskeið og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Ólöf Rut Halldórsdóttir og Herdís Lína Halldórsdóttir munu sjá um námskeiðin. Skráningareyðublöð er hægt að nálgast á bæjarskrifstofunni og einnig hér á vef Grundarfjarðarbæjar undir "gott að vita". Nauðsynlegt er að skráningum sé skilað á bæjarskrifstofuna fyrir upphafsdag hvers námskeiðs.

Hér má nálgast Lista yfir námskeiðin og skráningareyðublöð.