Sumarnámskeið fyrir börn fædd 2004-2010 verða haldin fyrstu tvær vikurnar í ágúst. Skráningareyðublöð má nálgast hér eða á skrifstofu Grundarfjarðarbæjar. Vinsamlegast skráið börnin á námskeiðin í síðasta lagi á föstudeginum fyrir hvort námskeið.

Verð á námskeiðum er eftirfarandi: Ein vika fyrir hádegi kr. 5.000, ein vika eftir hádegi kr. 4.000 og ein vika allan daginn kr. 8.000. Systkinaafsláttur er veittur á annað barn sem nemur 30% af verði og á þriðja barn 70%.

 

Meðal þess sem boðið verður upp á á námskeiðunum er íþróttadagur, bátasmíði, fjallganga, sandkastalagerð, hjóladagar, stíflugerð, ratleikur, sund og fleira.

 

Mæting á námskeiðin er stúkumegin í íþróttahúsinu.

 

Nánari upplýsingar veitir Ragnheiður D. Benidiktsdóttir í síma: 690 6559 og 869 6006.

 

Skráningareyðublað