Það er þroskandi og lærdómsríkt að starfa í sláttugenginu. Mynd frá sumrinu 2019.
Það er þroskandi og lærdómsríkt að starfa í sláttugenginu. Mynd frá sumrinu 2019.

Elskar þú að læra eitthvað nýtt? 
Finnst þér gaman að láta um þig muna og sjá árangur af dagsverkinu þínu?
Hefurðu metnað til að skila góðu starfi og vaxa? 
Þá ert þú liðsmaðurinn sem við leitum að! 

Grundarfjarðarbær og Grundarfjarðarhöfn auglýsa laus til umsóknar fjölbreytt og skemmtileg sumarstörf. 

ATHUGIÐ - *Í sumar bjóðum við uppá þá nýbreytni, að umsækjendur geta óskað eftir að vinna hlutastörf á tveimur eða jafnvel fleiri stöðum. Þannig mætti t.d. vinna fyrir hádegi í leikskóla og eftir hádegi í sláttugenginu, og þegar leikskólinn fer í sumarfrí þá væri hægt að færa sig yfir í starf á öðrum stöðum. Eða þá að vinna í sláttugenginu fjóra daga vikunnar og einn dag á höfninni og síðan aðra hvora helgi á tjaldsvæðinu. Við erum opin fyrir auknum sveigjanleika og fjölbreytni! 

 

"SLÁTTUGENGIÐ" OG GRÆN STÖRF

Hjá Grundarfjarðarbæ leggjum við mikið uppúr því að bærinn okkar sé snyrtilegur.  Við erum "keppnis" í því!

Á sumrin þarf að slá og snyrta grænu svæðin, þökuleggja, mála og smíða og við þurfum gott fólk í það.
Sjá t.d. myndir hér og hér, en líka hér og hér.

Starfið í sláttugenginu felst í garðslætti, umhirðu garða og opinna svæða bæjarins, en líka í allskonar öðrum umhverfisverkefnum, mest utanhúss. 

Umsækjendur þurfa að vera fædd árið 2007 eða fyrr, hafa áhuga á því að læra handbragð við umhirðu grænna svæða, hafa gaman af útiveru, auk þess að vera sjálfstæð í vinnubrögðum. 

Starfstímabil er frá miðjum maí til síðari hluta ágúst. Vinnutími er frá kl. 8:00-16:00 alla virka daga. En athugið að í boði er að skipta vinnudeginum, sjá efst í auglýsingu.*

Störfin heyra undir verkstjóra áhaldahúss.  Upplýsingar í síma 691-4343 eða ahaldahus@grundarfjordur.is 

Sækja um 

Sláttugengið 2019  Sumarið 2020  

Sumarið 2022  Sumar 2019

 

SUNDLAUG GRUNDARFJARÐAR

Það er fjör í sundlauginni á sumrin. Þangað koma heimamenn á öllum aldri og gestir, bæði innlendir og erlendir ferðamenn. Við eigum ekki stærstu sundlaug landsins, en hún er notaleg og með fallegustu fjallasýnina. Svo líður öllum betur þegar umhverfið er hreint og þegar vel er hugsað um öryggi gestanna. 

Hér má lesa nánar og skoða myndir frá sundlauginni. 

Sumarstarf í sundlauginni felst í afgreiðslu og laugarvörslu, ásamt því að þrífa klefa, búnað og fleira. 

Leitað er að umsækjendum af öllum kynjum, en umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri, geta staðist þolpróf laugarvarða og hafa þokkalega góða tungumálakunnáttu.

Starfstímabil er frá 20. maí til 20. ágúst. Unnið er á vöktum á opnunartíma sundlaugar. Athugið að í boði er að vinna með öðrum störfum, sjá efst í auglýsingu.*

Störfin heyra undir íþrótta- og tómstundafulltrúa. Upplýsingar í síma 430-8500 eða ithrott@grundarfjordur.is

Sækja um

Sundlaug Grundarfjarðar   Sumar í sundlauginni  


Sól og sumar í Sundlaug Grundarfjarðar  Sundlaug Grundarfjarðar 2022

 

VINNUSKÓLI - UMSJÓNARMAÐUR OG HÓPSTJÓRI

Leitað er að umsjónarmanni Vinnuskóla Grundarfjarðarbæjar sem starfræktur er í fimm til sex vikur fyrrihluta sumars. Ungmenni sem eru að ljúka 8.-10. bekk geta sótt vinnuskólann, en auk þess þau sem eru að klára 7. bekk vorið 2023. 

Sjá nánar hér um vinnuskólann - og sjá frétt hér þar sem fjallað er um öryggismál í vinnuskólanum.

Starf umsjónarmanns felst í að skipuleggja starf vinnuskólans í samvinnu við íþrótta- og tómstundafulltrúa, og að hafa umsjón með starfi og verkefnum vinnuskólans, í samráði við verkstjóra áhaldahúss.  

Jafnframt er leitað að hópstjóra fyrir vinnuskólann, en hópstjóri aðstoðar umsjónarmann í daglegu starfi vinnuskólans.

Umsækjendur þurfa helst að hafa náð 20 ára aldri, hafa getu til að vinna sjálfstætt, góða hæfni í mannlegum samskiptum auk reynslu og ánægju af að vinna með unglingum. Starfstímabilið er frá 5. júní til 7. júlí. Vinnutími er frá kl. 8:30–15:30 alla virka daga, nema á föstudögum til kl. 14:30. Sjá efst í auglýsingu.*

ATHUGIÐ - þegar líða fer að vori verður vinnuskólinn sjálfur auglýstur og geta nemendur hans sótt um þá. 

Störfin heyra undir íþrótta- og tómstundafulltrúa. Upplýsingar í síma 430-8500 eða ithrott@grundarfjordur.is

Sækja um

Vinnuskólinn    Vinnuskólinn 2021 

 Vinnuskólinn 2022   Vinnuskólinn 2022 kajak   

Vinnuskóli og bæjarstjóri spjalla 2022

 

 

LEIKSKÓLINN SÓLVELLIR

Leikskólinn Sólvellir er þriggja deilda leikskóli, með börn frá 12 mánaða til 4ra ára. Sjá nánar hér á vef Leikskólans Sólvalla. 

Við leitumst eftir því að ráða leikskólakennara, sjá auglýsingu hér, en Leikskólinn býður sumarstarfsfólk líka velkomið, frá maí og fram til 7. júlí, þegar leikskólinn fer í sumarfrí. Þá stendur til boða að fara í annað sumarstarf hjá bænum.

Umsækjendur þurfa að hafa náð 16 ára aldri, hafa góða hæfni í mannlegum samskiptum, auk þess að hafa ánægju af að vinna með börnum.

Vinnutími getur verið sveigjanlegur, en leikskólinn er opinn frá kl. 8:00–16:00 alla virka daga. Athugið að í boði er að skipta vinnudeginum, sjá efst í auglýsingu.*

Störfin heyra undir leikskólastjóra. Upplýsingar í síma 438-6645 eða margretsif@gfb.is 

Sækja um

Leikskólinn Sólvellir   Leikskólinn Sólvellir

 

TJALDSVÆÐI GRUNDARFJARÐAR

Tjaldsvæðið okkar nýtur sívaxandi vinsælda. Frá maí-september 2022 komu tæplega 6000 gestir á tjaldsvæðið, frá fjölmörgum þjóðlöndum. Svæðið er innanbæjar, í nágrenni sundlaugar og íþróttahúss. Hér má sjá upplýsingar um tjaldsvæðið.

Sumarstarf á tjaldsvæðinu felst í að innheimta tjaldsvæðisgjöld, þrífa og halda tjaldsvæðinu snyrtilegu og eiga almenn og góð samskipti við gesti okkar. Þetta er ekta starf fyrir þau sem elska að segja frá og spjalla við allskonar skemmtilegt fólk og vera fulltrúi fyrir bæinn okkar! 

Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri, hafa getu til að vinna sjálfstætt, góða hæfni í mannlegum samskiptum og góða tungumálakunnáttu.

Starfstímabil er frá síðari hluta maímánaðar til loka ágúst eða byrjun september. Vinnutími er breytilegur og um hlutastarf er að ræða, sem passar með öðrum störfum sem hér má velja úr.

Sækja um

Tjaldsvæði Grundarfjarðar   Tjaldsvæði Grundarfjarðar Tómas Freyr

 

SUMARNÁMSKEIÐ BARNA - UMSJÓNARMAÐUR OG AÐSTOÐARFÓLK

Við viljum að það sé gaman og gott að vera barn í Grundarfirði. Sumarnámskeið fyrir börn eru liður í því. 

Við leitum að umsjónarmanni sumarnámskeiðanna, en þau standa yfir í þrjár vikur í júní og tvær vikur í ágúst. Starfið felst í að undirbúa og hafa umsjón með námskeiðunum, í samvinnu við íþrótta- og tómstundafulltrúa. Ennfremur að eiga samskipti við foreldra og börn, og að leiðbeina aðstoðarfólki.  

Jafnframt er leitað að aðstoðarfólki sem hjálpar umsjónarmanni við námskeiðahaldið og starfið með börnunum.

Þetta eru réttu störfin fyrir hugmyndaríkt og skapandi fólk! Viðkomandi þurfa að geta unnið sjálfstætt og hafa góða hæfni í mannlegum samskiptum, auk reynslu og ánægju af að vinna með börnum. 

Starfstímabil námskeiðanna er 5.-23. júní og 7.-18. ágúst, auk þess sem gert er ráð fyrir undirbúningi hjá umsjónarmanni að vori. Vinnutími er kl. 9:00-12:00 og 13:00-16:00, auk undirbúningstíma umsjónarmanns. Um hlutastarf er að ræða, sem getur hentað með öðrum störfum síðar um sumarið. 

Störfin heyra undir íþrótta- og tómstundafulltrúa. Upplýsingar í síma 430-8500 eða ithrott@grundarfjordur.is

Sækja um

Sumarnámskeið barna  Sumarnámskeið barna, Grundarfirði

 

SÖGUMIÐSTÖÐIN, MENNINGAR- OG UPPLÝSINGAMIÐSTÖÐ GRUNDARFJARÐAR

Talið er að á Snæfellsnes komi hátt í ein milljón ferðamanna á ári. Í Grundarfjarðarhöfn munu koma nálægt 70 skemmtiferðaskip með allt að 45.000 gesti sumarið 2023. Hér má sjá nánar um Sögumiðstöðina og um upplýsingamiðstöðina. Bókasafnið er í sama húsi og veitir einnig þjónustu á sumrin, sjá hér.

Við leitum  að allskonar fólki í skemmtileg sumarstörf við upplýsingagjöf til ferðamanna og móttöku gesta í Sögumiðstöðinni, auk þess að lána út bækur á bókasafninu.  Við leitum að metnaðarfullu fólki sem getur unnið sjálfstætt, með góða tungumálakunnáttu. Kostur er að hafa þekkingu á umhverfi og staðháttum í Grundarfirði og nærsveitum, en ef þú ert fljót(ur) að læra, þá getum við líka sett þig vel inní það sem þú þarft að vita til að geta sinnt starfinu. Athugið: íslenska er ekki skilyrði sem móðurmál í þessu starfi. 

Starfið er kjörið fyrir fólk með uppsafnaða og haldgóða lífsreynslu – sem elskar að segja frá Grundarfirði og Snæfellsnesi – líka fyrir þau sem eru ung (18+) og langar að læra. 

Námsfólk í upplýsingafræði, ferðamálafræði eða öðrum háskólagreinum gæti einmitt nýtt þetta tækifæri til að ná sér í reynslu. 

Starfið getur verið fullt starf eða hlutastarf,  alla eða flesta daga vikunnar, kl. 10-17, þar sem tveir eða fleiri skipta með sér vöktum. Komdu með þína hugmynd að vinnutíma og við vinnum með það!  

Starfið fellur undir forstöðumann bókasafnsins, sem veitir nánari upplýsingar í síma 438 1881, eða bokasafn@grundarfjordur.is 

Sækja um

Sögumiðstöðin Grundarfirði   Bæringsstofa í Sögumiðstöðinni

 

ALMENN STÖRF OG GESTAMÓTTAKA Á HÖFN

Grundarfjarðarhöfn þarf að sinna ýmsum viðhaldsverkefnum yfir sumartímann, auk þess að við leggjum mikinn metnað í að halda hafnarsvæðinu hreinu og snyrtilegu. Það er líka öryggismál, að hafa snyrtilegt og allt í röð og reglu, þar sem margir fara um svæðið. Höfnin er vinsæll viðkomustaður skemmtiferðaskipa. Við munum fá allt að 70 skip sumarið 2023 og allt að 45.000 gesti. 

Almenn störf:  Höfnin leitar að starfsfólki í almenn störf við viðhald og þrif og aðstoð við móttöku skemmtiferðaskipa. Hægt er að semja um sveigjanlegan vinnutíma, sem getur hentað með öðrum störfum.

Gestamóttaka: Einnig viljum við ráða fólk í hlutastörf við að taka á móti gestum stærri skipanna og veita þeim upplýsingar, þegar þeir koma í land. Skilyrði er að geta tjáð sig a.m.k. á ensku. Það er kostur ef þú þekkir til svæðisins, en annars lærist þetta fljótt og við hjálpum þér að komast inní það sem þarf að vita til að geta veitt helstu upplýsingar.  Starfið er hlutastarf á þeim dögum þegar stærri skemmtiferðaskipin koma í höfn, í 1-3 tíma í senn. Komdu með þína hugmynd að vinnutíma og dögum - og við vinnum með það!   

Störfin heyra undir hafnarstjóra og veitir hann nánari upplýsingar í síma 438-6705 eða hafnarstjóri@grundarfjordur.is

Sækja um

Skemmtiferðaskip   Sumarstörf á höfninni

Skemmtiferðaskip   Skemmtiferðaskip   Skemmtiferðaskip

--- 

UM ÖLL STÖRFIN

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. 

Grundarfjarðarbær leitar eftir sakavottorði fyrir þau sem vinna störf á vinnustöðum með börnum, í samræmi við heimildir um slíkt í lögum.

FRAMLENGT: Umsóknarfrestur vegna allra starfa er til og með 31. mars 2023.  

Sótt er um gegnum vef Grundarfjarðarbæjar www.grundarfjordur.is, en fara má í umsóknarformið hér.  

Nánari upplýsingar má fá á bæjarskrifstofu í síma 430 8500. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið grundarfjordur@grundarfjordur.is