Vinnuskóli verður fyrir unglinga fædda 1991 (9. bekkur) og 1992 (8. bekkur).

Vinnutímabil er 19 dagar, hálfan daginn, unnið mánudaga til fimmtudaga kl. 9.30-12.00. Vinna hefst 6. júní og lýkur 6. júlí.

 

Helstu verkefni verða fegrun umhverfisins og umhirða gróðurs. Vinnuskólinn er sambland af vinnu og námi. Þeir sem taka þátt í allri dagskránni fá greidd laun fyrir fræðsludaga. Í lokin verður að sjálfsögðu vegleg grillveisla.

 

Umsóknarfrestur er til 26. maí. Umsóknareyðublöð fást hjá skólaritara í grunnskólanum og á bæjarskrifstofunni.

 

Sumarstörf í áhaldahúsi fyrir unglinga fædda 1990 (10. bekkur).

Í boði er vinna fyrir duglega krakka sem vilja vinna frá 6. júní til 28. júlí. Unnið er allan daginn.  Ekki er hægt að lofa þeim vinnu sem geta ekki unnið allt tímabilið.

 

Vinnan felst í umhirðu bæjarins, þökulagningu, umhirðu gróðurs og öðrum tilfallandi verkum.

 

Umsóknarfrestur er til 26. maí. Umsóknareyðublöð fást hjá skólaritara í grunnskólanum og á bæjarskrifstofunni.

 

Grundarfjarðarbær