Í boði eru sumarstörf í áhaldahúsi Grundarfjarðar fyrir unglinga fædda 1988 (10. bekkur). Vinnutímabilið er 17 dagar, allan daginn, alla virka daga. Tímabilin eru tvö, annars vegar frá 7. júní til 30. júní og hins vegar frá 1. júlí til 23. júlí. Áskilinn er réttur til að færa starfsmenn milli tímabila ef þörf krefur.

 

Helstu verkefni eru sláttur og umhirða opinna svæða auk annarra tilfallandi verkefna.

Umsóknarfrestur er til 14. maí og skal umsóknum skilað á bæjarskrifstofuna á eyðublöðum sem þar fást. Einnig er hægt að nálgast umsóknareyðublöð til útprentunar á heimasíðu Grundarfjarðarbæjar, www.grundarfjordur.is undir Stjórnsýsla - Eyðublöð.
 
Laun eru samkvæmt kjarasamningi SDS.