Laus eru til umsóknar sumarstörf í vinnuskóla, áhaldahúsi og sundlaug:

 

-          Áhaldahús.

Umsækjendur þurfa að vera 18 ára eða eldri, hafa verkvit og áhuga til útiveru, vera reyklausir og sjálfstæðir í vinnubrögðum.

Vinnutímabil er að jafnaði fá miðjum maí til loka ágúst.

 

-          Sundlaugarvarsla

Umsækjendur þurfa að vera 18 ára eða eldri, standast hæfnispróf, vera reyklausir, hafa verkvit og getu til að vinna sjálfstætt.

Vinnutímabil er frá miðjum maí til 19. ágúst.

 

-          Umsjón með vinnuskóla

Um er að ræða 50% starf í tvo mánuði. Leitað er að einstaklingi 24 ára eða eldri sem hefur áhuga á að vinna með unglingum og færni til að stýra vinnuskólahóp. Viðkomandi þarf að vera góð fyrirmynd, reyklaus, skipulagður og sjálfstæður í vinnubrögðum og að hafa þekkingu á staðháttum.

 

Sótt er um á vef bæjarins http://grundarfjordur.is

Umsóknarfrestur er til og með 23. apríl 2012.

Áður innsendar umsóknir þarf ekki að endurnýja.

 

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 430 8500.