Grundarfjarðarbær óskar eftir sex starfsmönnum til eftirtalinna sumarstarfa í áhaldahúsi:

 
Starfsmenn í sláttugengi og til almennra starfa. Viðkomandi þurfa einnig að geta tekið að sér flokksstjórn í vinnuskóla.
Umsækjendur skulu vera 17 ára og eldri.
 

Störf í sláttugengi og í almennum störfum felst aðallega í því að hirða græn svæði og gróður í sveitarfélaginu og sinna öðrum tilfallandi verkum.

 
Flokksstjórar í vinnuskóla verða að eiga gott með að umgangast börn og unglinga, geta haldið uppi aga og glætt áhuga unga fóksins á umhverfi sínu.
 
Laun samkvæmt kjarasamningi SDS og Launanefndar sveitarfélaganna.
 
Umsóknum skal skila í síðasta lagi mánudaginn 10. maí á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar á umsóknareyðublöðum sem þar fást. Einnig er hægt að prenta út umsóknareyðublöð á heimasíðu Grundarfjarðarbæjar, www.grundarfjordur.is. Nánari upplýsingar gefur verkstjóri í síma 430 8575 eða 691 4343.