- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Um helgina var Sóley Einarsdóttir sundkennari hjá okkur. Krökkunum var skipt í tvo hópa og voru tvær æfingar á dag hjá hvorum hóp. Krakkarnir tóku miklum framförum á þessum stutta tíma og var Sóley ánægð með þau. Veðrið hefði mátt vera betra en krakkarnir létu það nú ekki á sig fá og var mæting á æfingarnar góð, en krakkarnir voru frekar þreytt eftir helgina enda ekki vön að vera á tveimur klukkutíma sundæfingum á dag. Við tókum nokkra myndir á æfingunum og látum þær fylgja með hér fyrir neðan. Það er ljóst að ef krakkarnir verða áfram jafn dugleg í sundinu og nú um helgina þá verðum við ekki í vandræðum með að byggja upp jafn öfluga sunddeild og var hér fyrir nokkrum árum.
Emil Robert |
Aldís |
Á sundi |
Rúna Ösp |
Allir að hlusta |
Sóley segir þeim til |
Skriðsund á bakkanum ? |
Eldri hópurinn á sundi. |