Til að byrja með verða æfingar einu sinni í viku en um leið og sumardagskráin hefst verða æfingar 2 í viku.  Sundæfingar koma inn á þriðjudögum í staðinn fyrir krakkablakið sem er farið í sumarfrí.  5-6-7 bekkur verður kl 14:30 og 1 – 4 bekkur kl 15:20 á þriðjudögum,  en eldri hópurinn kemur beint úr skólanum í laugina og fer svo í frjálsar en yngri hópurinn kemur beint úr frjálsum á sundæfingu og allir búnir kl 16:00.  8-9-10 bekkur er kl 15:20 á föstudögum.  

Núna þegar sundlaugin hefur opnað er komið að því að hefja sundæfingar. Til að hægt sé að nýta  laugina sem best er verið að klára sundæfingarnar fyrir kl 16:00 þegar hún opnar fyrir almenning.

Sundæfingar hefjast þriðjud 6 maí og þjálfari verður Kristín Haraldsd.

Nokkur atriði varðandi sundæfingar.

Sá sem ætlar að æfa sund þarf að geta synt milli bakka þvert á lauginni, má notast við kút.

Sömu reglur gilda um sundfatnað og í skólasundinu.

Þetta er EKKI sundkennsla sem slík heldur tækifæri til að bæta sundkunnáttuna.

 

KH