- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Nokkuð hefur dregist að sundkennsla hæfist þetta vor. Miklar frosthörkur voru í mars og apríl þannig að erfitt var að losna við klakann úr sundlauginni og gera laugina tilbúna til notkunar. Miklar kröfur eru gerðar um að kennarar hafi fulla menntu og réttindi til að taka að sér sundkennslu. Menntamálaráðherra hefur nú veitt heimild fyrir því að Erna Sigurðardóttir kenni sund þetta vorið.
Sundlaugin er orðin heit og í góðu lagi og okkur því ekkert að vanbúnaði að hefja sundkennsluna. Sundtímar hefjast í næstu viku og verða í íþróttatímum en auk þess verður nokkrum sundtímum bætt við í fjölmennustu bekkjunum.