Starfsmenn sundlaugar á öryggisnámskeiði

 

Sundlaug Grundarfjarðar verður lokuð til kl: 16:00 miðvikudaginn 28. janúar vegna námskeiðs starfsmanna. Starfsmenn eru á leið á námskeiðið Öryggi og björgun sem haldið er af Rauða Krossinum.

Sundlaug Grundarfjarðar er notaleg sundlaug með frábært útsýni yfir fjallgarðinn sem umlykur Grundarfjörð. Sundlaugin hefur upp á að bjóða nýja sauna tunnu, tvo heita potta, vaðlaug, kalt kar og sundlaug sem er í fyrsta skiptið opin og heit yfir vetrartímann. 

Almennur opnunartími sundlaugarinnar yfir vetrartímann er sem hér segir:

Mánudagar - föstudaga: 08:00-21:00
Laugardagar: 13:00-17:00
Sunnudagar: Lokað

Allar helstu upplýsingar um Sundlaug Grundarfjarðar má nálgast hér.