Tveir elstu árgangarnir á leikskólanum Sólvöllum voru nýverið á sundnámskeiði og enduðu með því að sýna kunnáttu sína á 17 júní sundmóti UMFG.  Var greinilegt að þau höfðu æft sig af kappi og lært margt á stuttum tíma.  Greinilegt að þetta eru sundgarpar framtíðarinnar.

Eftir að sundsýninguni var lokið var haldið létt mót fyrir þá sem vildu og voru þáttakendur 22 talsins og sáust þarna mörg góð tilþrif í laugini. 

Veittur er afreksbikar til vil varðveislu í 1 ár fyrir bestu mætingu og mestu framfarir á æfingum, en þetta árið hlaut Sigþór Daði Kristinson 11 ára viðurkenninguna.