Þessa vikuna hafa staðið yfir þemadagar í grunnskólanum.  Krakkarnir á yngsta stigi hafa verið að vinna ýmis skemmtileg verkefni í sambandi við vatnið. Þau hafa meðal annars unnið ljóð og ýmsa orðavinnu, búið til listaverk úr plastpokum sem er til sýnis á girðingunni hjá skólanum, gert ýmsar tilraunir og búið til báta sem þau síðan prufukeyrðu í ánni í Gilósnum.  Hluti af verkefnunum eru  til sýnis í Samkaup Úrval. 

Í dag fimmtudaginn 24.02 ætla krakkarnir síðan að flytja skemmtilegt lag um vatnið.  Flutningurinn fer fram  á þvottaplaninu hjá Samkaupum - Úrvali kl. 11.50
Hlökkum til þess að sjá sem flesta.

Hér má sjá auglýsinguna.