Það voru flestir með það á hreinu hvaða jólasveinn kæmi fyrst til byggða, en það er að sjálfsögðu Stekkjastaur. 169 manns tóku þátt og voru 154 eða 91,1% með rétt svar. 

Á eftir Stekkjastaur koma hinir í þessari röð: Giljagaur, Stúfur, Þvörusleikir, Pottaskefill, Askasleikir, Hurðaskellir, Skyrgámur, Bjúgnakrækir, Gluggagægir, Gáttaþefur, Ketkrókur og síðastur er Kertasníkir.