Spurning vikunnar að þessu sinni var kannski aðeins óljós. Átt var við lit kirkjunnar um páskadagana, en hann er hvítur. Dagarnir á undan páskadögunum, þ.e.a.s. fastan eru fjólubláir.

Það voru 127 manns sem spreyttu sig á spurningunni en aðeins 2 voru með rétt svar. Flestir töldu að liturinn væri gulur.