Sveinn Þór Elínbergsson

Á síðasta hausti var auglýst eftir nýjum forstöðumanni Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga (fssf).  Albert Eymundsson hefur sagt því starfi lausu, en hann hefur gegnt því frá því í september 2006.  Stjórn fssf samþykkti á síðasta fundi sínum að ráða Svein Þór Elínbergsson, aðstoðarskólastjóra Smáraskóla í Kópavogi, í starfið.  Sveinn var áður skólastjóri Grunnskóla Snæfellsbæjar og er frá Ólafsvík.  Sveinn mun hefja störf á vormánuðum.  Sveinn Þór er boðinn velkominn til starfa á þessum vettvangi.