Nemendur Leikskólans Sólvalla fóru í sveitaferð þriðjudaginn 18. maí sl.

Það voru bændurnir á Mýrum, Anna Júlía og Óli, sem tóku vel á móti krökkunum.

 

Vorið er spennandi tími í sveitinni og börnin skoðuðu nýfæddu lömbin, auk þess sem þau fengu að fara á hestbak.