Síðustu tvær helgar stóð Samband íslenskra sveitarfélaga í samvinnu við landshlutasamtök sveitarfélaga fyrir námskeiðum fyrir sveitarstjórnarmenn á samtals 12 stöðum á landinu.

 

Námskeiðin voru sniðin fyrir kjörna fulltrúa í sveitarstjórnum en nýttust ennfremur starfsmönnum sveitarfélaga. Fyrirlestrar voru m.a. sendir í gegnum fjarfundabúnað til námskeiðsstaða.

Vestlendingar héldu á námskeið að Hvanneyri um síðustu helgi og sátu þar bæði laugardag og sunnudag og meðtóku ýmsan fróðleik.

 

Frá Grundarfjarðarbæ fóru 3 bæjarfulltrúar og skrifstofustjóri.

Fyrirlestrar fjölluðu m.a. um stjórnsýslustigin á Íslandi og tilgang sveitarstjórnarstigsins, stjórnskipunarlega stöðu sveitarfélaga og lagalega umgjörð, stefnumótandi hlutverk sveitarstjórna, um vinnuveitendahlutverk þeirra og um fjármálastjórn sveitarfélaga.

Ennfremur var farið yfir réttindi og skyldur kjörinna fulltrúa, hlutverk þeirra og stöðu, og ýmis ákvæði sveitarstjórnarlaga og annarra laga sem um störf sveitarstjórna og nefnda þeirra gilda, s.s. stjórnsýslulög.