Á morgun, fimmtudag, verður Slökkvilið Grundarfjarðar með sérstaka sýningu á nýjum björgunarklippum sveitarinnar. Klippurnar voru keyptar með dyggum stuðningi Rauðakrossdeildar Grundarfjarðar, Lionsklúbbur Grundarfjarðar og Kvenfélagsins Gleym mér ey ásamt því að meðlimir slökkviliðsins fækkuðu fötum á dagatali sem þeir seldu. Sýningin verður klukkan 15:00 á malarplaninu gegnt Sögumiðstöðinni. Að sýningu lokinni býður slökkviliðið velunnurum í kaffisopa á slökkviliðsstöðinni.