Grundfirðingurinn Rósa Njálsdóttir verður með sýningu á verkum sínum í Sögumiðstöðinni næstu dagana. Sýning Rósu, Fólkið mitt, fjöllin og fjörðurinn, var opnuð í morgun og mun standa til 1. ágúst næstkomandi.

Rósa er í Sögumiðstöðinni í dag og verður þar einnig af og til yfir helgina.