24. júlí 2007
Á föstudaginn klukkan 18 verður Þórðarbúð opnuð, en hún er ný viðbót við sýningu Sögumið-stöðvarinnar Eyrbyggju ,,Hvernig nútíminn varð til.“ Opnunin er hluti af hátíðinni Á góðri stund sem verður um helgina. Fyrirmyndin er verslun Þórðar Pálssonar sem var í Grundarfirði á sjöunda áratugnum. Þórðabúð var í raun sjoppa en breyttist í leikfangabúð á jólaföstunni og myndar Þórðarbúð því ramma um leikfangasafn Sögumiðstöðvarinnar. Kappkostað er að fanga andrúmsloftið sem myndaðist í búðinni á jólaföstunni þegar leikföng voru í hverri hillu. Nýja svæðið er kærkomin viðbót við fjölbreyttar sýningar miðstöðvarinnar og verður opið gestum frá og með laugardegi, sem hluti af sýningu Sögumiðstöðvarinnar.

Af vef Skessuhorns.