Taizé-messa verður í Grundarfjarðarkirkju sunnudaginn 24. október kl. 20.

Boðið verður upp á kvöldte að messu lokinni. Allir eru velkomnir.

Taizé-messa er ekki hefðbundin guðsþjónusta, heldur n.k. kyrrðarstund, þar sem staldrað er við í asa hversdagsins og andartakið tekið frá til að eiga stund með Guði og sjálfum sér. Kirkjukórinn mun flytja sérstaka taizé-tónlist. En hvað er taizé?

 

Taizé er lítið þorp í austurhluta Frakklands. Þar er að finna samnefnt klaustur sem stofnað var árið 1940 af bróður Roger. Klaustrið er samkirkjulegt, sem þýðir að það tilheyrir ekki neinni ákveðinni kristinni kirkjudeild.

Tónlistin sem kennd er við Taizé er sérstök, hún einkennist af stuttum lögum, sem auðvelt er að muna og útsetningum, sem stöðugt bæta við nýjum blæbrigðum í endurtekningunni, frambornum af kór, einsöngvurum eða hljóðfæraröddum. Textar eru gjarnan á latínu. Markmið tónlistarinnar er bænin, sameiginleg bæn, stuttar bænir eða bænasöngvar sem eru endurteknir.

 

Um Taizé má til dæmis lesa á heimasíðu Háteigskirkju, slóðin er

http://www.kirkjan.is/hateigskirkja/?helgihald/taize