Rökkurdagar, menningarhátíð Grundfirðinga, verður haldin dagana 14. - 20. október nk.

Hefur þú áhuga á að vera verkefnisstjóri Rökkurdaga í ár? Í því felst að halda utan um ákveðna þætti í undirbúningi og framkvæmd Rökkurdaga, með stuðningi menningarnefndar.

Sendu okkur þá póst á grundarfjordur@grundarfjordur.is - í síðasta lagi fyrir hádegi þriðjudaginn 18. september nk.