Bæjaryfirvöld hafa fylgst náið með og hvatt til viðbragða vegna síldardauðans í Kolgrafafirði. Á fundi bæjarráðs Grundarfjarðar þann 15. febrúar 2013 var líkt og áður farið yfir stöðu mála.

Bæjarráð þakkar ráðuneytum og stofnunum ríkisins fyrir skjót viðbrögð vegna hreinsunar sildar í fjörum Kolgrafafjarðar. Bæjarráð vonast eftir áframhaldandi góðu samstarfi vegna þessa máls.