Skemmtiferðaskipið The World liggur nú fyrir ankerum rétt fyrir utan Grundarfjarðarhöfn. Á skipinu eru 150 farþegar, flestir frá Bandaríkjunum en einnig eru farþegar frá Bretlandi og Frakklandi. 250 starfsmenn eru á skipinu! Skipið kom til Grundarfjarðar rétt fyrir kl. 07:30 í morgun og fer aftur kl. 18:00 í dag. Skipið kom til Íslands í gær og var Akureyri fyrsti viðkomustaðurinn. Grundarfjörður er síðasti viðkomustaðurinn á Íslandi. Skipið hefur siglt um í Evrópu í sumar og er nú á leið til Ameríku þar sem það mun sigla í Karabíska hafinu í vetur.