Þekkir þú sögu Þríhyrningsins?

 Íþrótta- og æskulýðsnefnd Grundarfjarðarbæjar vinnur nú að uppbyggingu í Þríhyrningi. Eitt af verkefnunum er gerð skiltis, þar sem saga svæðisins verður rakin; gamli róló, leikvöllurinn o.fl. Okkur langar að leita til ykkar með upplýsingar, minningar og myndir sem þið hafið hugsanlega að geyma sem mætti nýta við gerð skiltisins. Með ykkar hjálp verður skiltið bæði fjölbreyttara og skemmtilegra. Þið getið haft samband við Bjarna Georg - formann (bjarni@grundarfjordur.is), Ragnheiði Dröfn - varaformann (ragnheidurd@gfb.is) eða Ingibjörgu Eyrúnu (ingibjorgeyrun@gfb.is) ef þið viljið deila með okkur sögu staðarins, minningum eða myndum.

 

Íþrótta- og æskulýðsnefnd Grundarfjarðarbæjar