Nú eru þemadagar í fullum gangi í grunnskólanum. Yfirheiti þeirra á mið- og unglingastigi er að þessu sinni „Listasmiðja“ og eru nemendum í 4.-10. bekk skipt saman í hópa og vinna þeir við ýmis konar listamíði í mikilli samvinnu og sköpunargleði. Á yngsta stigi eru nemendur að vinna með vatnið og hringrás þess og heldur betur hægt að segja að mikil fjölbreytni sé í þeirra verkefnum, bæði úti sem og inni. Afraksturinn verður hægt að sjá í húsnæði Ragnars og Ásgeirs á fimmtudaginn.