Dagana 3.-12. maí hafa staðið yfir þemadagar í tónlistarskólanum. Yfirskriftin að þessu sinni er samspil og eru nemendur að æfa saman í mismunandi hópum, allt frá dúett upp í 35 nemendur saman. Þá hefur ekki verið hefðbundin kennsla skv stundaskrá heldur hafa nemendur mætt í hópum og æft saman.  

Samspilið er grunnþáttur í náminu ásamt hljóðfæranáminu og þroskast nemandinn í færni í hljóðfæraleik sem er helsta markmið tónlistarkennslu. Það má með sanni segja að þetta hefur verið góð reynsla hjá nemendunum og öllum farið fram.

 Afrakstur þessarar vinnu verður sýnd á skólaslitum tónlistarskólans miðvikudaginn 19.maí, en að þessu sinni verða skólaslitunum streymt beint úr sal skólans og engir áhorfendur í sal.