Opinn rafrænn íbúafundur

Frétt af vef Umhverfisstofnunar.

Opinn rafrænn íbúafundur um stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Þjóðgarðinn Snæfellsjökul verður haldinn þann 24. febrúar 2021 kl. 17:30-19:30 í gegnum Teams.

Fólk er beðið um að skrá sig á skráningarformið hér fyrir neðan og svara tveimur spurningum að auki  fyrir 23. febrúar og fær í kjölfarið sendan hlekk inn á fundinn.

Opnað verður inn á fundinn kl. 17:20

Fundardagskrá:

  • 17:30 – 17:40 Tilhögun fundarins og umgjörð
  • 17:40 – 18:00 Hvað er stjórnunar- og verndaráætlun? Hvar erum við stödd í ferlinu?
  • 18:00 – 18:10 Hlé
  • 18:10 – 19:15 Hópavinna
                            Viðfangsefni:
                            - Hvaða gildi hefur Þjóðgarðurinn fyrir þig?  
                            - Hvað finnst þér merkilegast?
                            - Hvernig vilt þú sjá Þjóðgarðinn í framtíðinni?
                                        Hvað þarf að gera til þess?
                            - Hugmyndir að leiðarljósi fyrir stjórnunar- og verndaráætlun Þjóðgarðsins
  • 19:15 – 19:30 Samantekt, næstu skref og fundarslit

Þátttakendur geta verið í mynd og tjáð sig en einnig sent hugmyndir og athugasemdir skriflega inn á fundinn. Hugmyndahólf verður einnig opnað í kjölfar fundarins þangað sem hægt verður að senda inn hugmyndir.

Fundurinn verður á Microsoft Teams, og hvetjum við þá sem ekki þekkja það forrit til að kynna sér það, til dæmis hérna: https://www.microsoft.com/en-ww/microsoft-teams/group-chat-software

Best er að hlaða forritinu niður, og athugið að það þarf að gefa forritinu leyfi fyrir því að fá aðgang að myndavél og hljóði í tækinu ykkar.

Við hvetjum áhugasama til að mæta og taka þátt í umræðunni.

Skráning á fundinn


 Hlökkum til að „skjá“ ykkur!