Næstkomandi miðvikudag 30.mars 2011 verður haldinn opinn vinnufundur í Klifi, Snæfellsbæ frá kl 17:30-21:00.

 

Á fundinum verður fjallað um tækifærin sem felast í því að hafa aðgang að þjóðgarði á svæðinu, og munu ráðgjafar frá Alta stýra fundinum.

Kynnt verða ýmis dæmi frá erlendum þjóðgörðum, þar sem vel hefur tekist til með uppbyggingu og eflingu byggðar í nágrenninu og rætt um hver er sérstaða þjóðgarðsins á Snæfellsnesi.

Meginmarkmið með fundinum er að safna saman hugmyndum að tækifærum sem felast í búsetu nálægt þjóðgarði og velta upp hvernig hægt er að efla atvinnu og byggðina á Snæfellsnesi á þeim forsendum.

Snæfellingar eru allir hvattir til að koma á fundinn og taka þátt í uppbyggilegum umræðum.

Hver er sinnar gæfu smiður....

Nánari upplýsingar