Þjóðhátíðardagur Póllands

Í dag 11. nóvember er þjóðhátíðardagur Póllands, og eru 104 ár frá því að landið fékk sjálfstæði. Stærsti hluti erlendra ríkisborgara búsettir í Grundarfirði eru frá Póllandi. 

Um 134 einstaklingar með lögheimili í Grundarfirði eru með pólskt ríkisfang. 

Deginum var fagnað í leikskóla og grunnskóla með ýmsum uppákomum og einnig var pólska fánanum flaggað í tilefni dagsins. 

í grunnskólanum var horft á pólskar teiknimyndir , hlustað á pólska tónlist og ýmislegt annað gert, á Eldhömrum komu foreldrar með pólskar veitingar. 

Fleiri myndir má sjá inná vef grunnskólans - grundo.is 

 Til hamingju með daginn!