Hér má sjá dagsskrá þjóðhátíðardagsins 17. júní 2013 ásamt því sem boðið verður upp á um helgina. 

Dagskrá:

 

Laugardagur og sunnudagur 15. og 16. júní

Línuskautanámskeið, á vegum Diego Pinera, ef næg þátttaka fæst ! Í íþróttahúsinu frá 10-12 báða dagana. Allur aldur velkominn !! Skráning og upplýsingar á 17junigrundo@gmail.com 3000 kr. á barn/fullorðinn fyrir 4 tíma !

 

Sunnudagurinn 16. júní

Fjölskylduratleikur Grundarfjarðarbæjar.

Liðaskráning á:  17junigrundo@gmail.com Þegar lið er skráð, koma upplýsingar um leikinn tilbaka í svarpósti.

 

Mánudagurinn 17. júní - Hátíðardagskrá

08:00 Fánar dregnir að húni.

10:30 Grundar- og Kvernárhlaupið í umsjón frjálsíþróttadeildar Ungmennafélags Grundarfjarðar.

Skráning við bæjarskrifstofuna.

12:15 Andlitsmálun í boði fyrir alla káta krakka við grunnskólann.

13:00 Skrúðganga frá grunnskólanum.

13:20 Samkomuhús Grundfirðinga

Ø   Hátíð sett af formanni Menningar- og tómstundanefndar Grundarfjarðarbæjar

Ø  Töframaður kemur í heimsókn

Ø  Nýstúdent og hátíðarræða, Guðrún Björg Guðjónsdóttir

Ø  Tónlistaratriði

Ø  Verðlaunaafhending fyrir Grundar- og Kvernárhlaupið

Ø  Verðlaunaafhending fyrir Fjölskylduratleik Grundarfjarðarbæjar

 

Að auki verður eftirfarandi á hátíðarsvæði:

Ø   Skátasjoppa

Ø  Grundfirskir víkingar mæta á staðinn

Ø  Kvenfélagið Gleym mér ei með sinn ómissandi kökubasar

Ø  Pjakkar með kassaklifur

Ø  Hestar frá Kverná teymdir undir börnum

Ø  Skátaleikir í Torfabótinni

Ø  Hoppukastali