Starfsmaður embættisins er til viðtals á fimmtudögum frá kl 10:00 til 12:30. Þá er auk annars hægt að sækja um vegabréf og ökuskírteini; leggja inn skjöl til þinglýsingar; koma með erindi til Tryggingastofnunar ríkisins og greiða þau gjöld, sem embættið innheimtir. Síminn á skrifstofu embættisins í Grundarfirði er 430-4145.

Ákveðið hefur verið að bjóða viðskiptavinum upp á að fá vegabréf og ökuskírteini send í almennum pósti að útgáfu lokinni, í stað þess að sækja þau á skrifstofu embættisins.

Fyrir utan þennan opnunartíma geta viðskiptavinir snúið sér til lögreglunnar með flest erindi er varða skrifstofu embættisins - eftir nánara samkomulagi við lögreglumenn á vakt. Símanúmer þeirra er 430- 4144 eða 430-4146 á vaktartíma þeirra.

Einnig er hægt að fara með erindi á skrifstofur sýslumanns Snæfellinga í Snæfellsbæ eða í Stykkishólmi. Opnunartími þeirra er frá 10:00 – 15:00 alla virka daga. Síminn á skrifstofunni í Snæfellsbæ er 436-1218 og í Stykkishólmi 430-4100.

Sýslumaður Snæfellinga