Þjónusta fyrir þolendur ofbeldis á Vesturlandi

Bjarkarhlíð vill vekja athygli á því að núna eru þau að bjóða upp á þjónustu fyrir alla íbúa á Vesturlandi. Ráðgjafi Bjarkarhlíðar verður í Grundarfirði dagana 15. febrúar, 14. mars, 11. apríl, 10. maí og 13. júní.

Upplýsingar um lausa tíma er að finna á heimasíðu Bjarkarhlíðar, bjarkarhlid.is eða í NOONA appinu.