Það hefur verið sérkennilegt landslagið sl. daga, hálffalið í þokuslæðu sem legið hefur yfir fjöllum og firði, eins og víðar á sv-horni landsins. Sólin hefur þó náð að brjótast í gegn og í dag þriðjudag 22. febrúar var logn, 0 m/sek og 7° hiti um miðjan dag og nánast vor í lofti. Meðfylgjandi myndir tala sínu máli.

Hafnargarðurinn kíkir fram úr móskunni þriðjud. 22. febrúar

Kirkjufellið reynir að rífa af sér þokuslæðuna mánud. 21. febrúar