- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Í kvöld er komið að einum af hápunktunum í menningarlífi Grundfirðinga þegar þorrablót hjónaklúbbsins verður haldið í allri sinni árlegu dýrð, með tilheyrandi heimatilbúinni skemmtidagskrá.
Hjónaklúbbur Eyrarsveitarer merkilegt fyrirbæri og var stofnaður í kringum 1965. Hann hefur án nokkurs vafa verið mikil vítamínsprauta í menningar- og félagslíf Grundfirðinga, ekki síst á sínum fyrstu starfsárum, þegar minna var um afþreyingu en nú er, samgöngur voru lakari og þörf fólks ekki minni en nú til skemmtunar og félagsskapar.
Það er svo auðvitað tímanna tákn að í dag er hjónaband ekki skilyrði aðildar að klúbbnum, sambúð og fyrrverandi sambúð dugar, auk þess sem einstaklingar geta nú mætt á þorrablót séu þeir a.m.k. orðnir 25 ára gamlir.
Til heiðurs Hjónaklúbbi Eyrarsveitar fyrr og síðar, öllum hjónum og ,,næstum því hjónum”, sem og einstaklingum sem ætla á þorrablótið, eru hér látin flakka með til gamans nokkur gullkorn sem frægt fólk og ófrægt hefur látið falla um hjónabandið, konur og karla.
Það skal tekið fram að eftirfarandi texti hefur ekki verið ritskoðaður af jafnréttisnefnd bæjarins, en reynt er að halla ekki um of á annað kynið.
Góða skemmtun á þorrablóti!