miðvikudaginn 13. febrúar var þorrablót leikskólans Sólvalla haldið. Þá buðu leikskólanemendur upp á skemmtun í samkomuhúsinu. Elstu nemendurnir léku öskubusku, árgangar 2003 og 2005 sungu og voru búin að útbúa leikmuni og hljóðfæri af því tilefni. Árgangur 2004 var með vellukkaða tískusýningu. 1. bekkur kom í heimsókn og sungu þau tvö lög. Að skemmtun lokinni var boðið upp á þorramat í leikskólanum. Tókst þorrablótið mjög vel.