Æfingar fyrir þorrablótið ganga bara vel og lítur út fyrir að þetta verði þrusu skemmtun.

Miðar verða seldir sunnudaginn 23.janúar og verður spennandi að sjá hver verður fyrstur á húninn heima hjá Önnu og  Dagbjarti.

Meðfylgjandi mynd er tekin á æfingu, myndin er af þeim Jónu og Söndru Ósk og það fer ekkert á milli mála að eitthvað skemmtilegt er í gangi á sviðinu.

Ætlar þú ekki örugglega að mæta !

Þorrablótsnefndin