Þann 2. febrúar sl. var þorrablót í Leikskólanum Sólvöllum. Dagskrá blótsins hófst á skemmtun í Samkomuhúsinu þar sem börnin sungu og skemmtu foreldrum og öðrum gestum. Að skemmtuninni lokinni var haldið á leikskólann þar sem snæddur var þorramatur með öllu tilheyrandi. Börnin skemmtu sér vel og voru ánægð með daginn en þeim líkaði maturinn misvel!

 

 

 

Á bolludaginn voru að sjálfsögðu bakaðar bollur fyrir börnin og borðuðu þau þær með bestu list!