Þrettándabrenna verður haldin n.k. sunnudag inn í Kolgrafarfirði á svipuðum slóðum og hún var haldin fyrir ári síðan. Vekjum athygli á breyttum tíma á brennunni en áætlað er að búið verði að kveikja í klukkan 17.30. Björgunarsveitin mun vera með flugeldasýningu og möguleiki er á að álfar, tröll og jafnvel Grýla og fleira skemmtilegt söngfólk mæti á staðinn. Einnig á að bjóða upp á heitt kakó og munu foreldrar barna á miðstigi sjá um það líkt og áður. Minnum því foreldra á að koma með einn kakóbrúsa fyrir sitt barn og koma með á staðinn. Vonandi sjáum við  sem flesta og fáum gott veður.

Með bestu kveðju,

Stjórn foreldrafélags grunnskólans.