- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Hrafnkellsstaðabotni í Kolgrafafirði |
Grundarfjarðarbær býður til þrettándabrennu þriðjudaginn 6. janúar kl. 18.00 í Hrafnkellsstaðabotni í Kolgrafafirði. Vitað er til þess að álfakóngur og drottning hans verði á sveimi og eru allir hvattir til að leggja þeim lið með því að mæta í búningum. Foreldrafélag grunnskólans býður upp á heitt súkkulaði. Björgunarsveitin Klakkur verður með flugeldasýningu. Foreldrar eru hvattir til að mæta með börn sín og kveðja jólin. |