Miðvikudaginn 6. janúar kveðja Grundfirðingar jólin með þrettándabrennu í Hrafnkelsstaðabotni í Kolgrafarfirði. Kveikt verður í brennunni klukkan 18 að viðstöddum álfum og öðrum vættum.

Flugeldasýning verður við brennuna í boði björgunarsveitarinnar Klakks og Hótel Framnes býður upp á heitt kakó í samstarfi við Foreldrafélag Grunnskólans.

Mætum öll og kveðjum jólin saman!