Eins og kunnugt er þurfti að fresta þrettándabrennunni sökum veðurs á þrettándanum 6. janúar. Í gærkvöldi var stefnt að því að kveikja í brennunni, en veðurguðirnir voru ekki hliðhollir og margt fór öðruvísi en að var stefnt.  Skrúðganga með álfakóng og álfadrottningu í broddi fylkingar lagði af stað frá Fellaskjóli kl. 20.00 og gekk að brennustað í námunni við iðnaðarsvæðið.

   

Ekki sást til jólasveina enda fór sá síðasti til síns heima á þrettándanum og lét veðrið þá ekki aftra för sinni.  Þegar gangan kom að brennunni,  kom í ljós að vindáttin hafði snúið sér og brennu- og slökkviliðsstjórar ákváðu að ekki yrði kveikt í brennunni þetta kvöldið. Eftir stuttan álfasöng snéru viðstaddir til síns heima og sumir luku við flugeldabirgðir sínar. 

 

Álfadrottning og álfadrottning skrýddust nýjum búningum sem Kristín Árnadóttir hannaði og saumaði fyrir foreldrafélagið. Færum við henni bestu þakkir fyrir.  Jafnframt er Skeljungi þakkað við eldsneytisframlag sitt,  sem mun koma að góðum notum þegar loks verður kveikt í brennnunni.  Einnig hafði björgunarsveitin stefnt að flugeldasýningu, en leyfi þeirra til sýninga rann út á þrettándanum og veður ekki af sýningu þeirra að þessu sinni.

 

Stjórn Foreldrafélags Grunnskólans