Þrettándabrenna og flugeldasýning verður á sjávarbakkanum í landi Hellnafells norðan við þjóðveginn, vestan við bæinn á þrettándanda dag jóla, fimmtudaginn 6. janúar. Álfaganga verður frá Kaffi 59 og fer hún af stað kl. 19.40.

 

Kveikt verður í bálkestinum kl. 20.00. Björgunarsveitin mun sjá um flugeldasýningu. Vonum að sem flestir mæti og ekki er verra að hafa kyndla meðferðis og grímubúninginn.

 

Kveðjum jólin með viðhöfn.

 

Stjórn Foreldrafélags

 Grunnskóla Grundarfjarðar