Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson
Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson

 

Jólin voru kvödd á þrettándanum, þann 6. janúar sl. Gangan fór af stað frá Dvarlarheimilinu Fellaskjóli og var gengið að brennustað þar skammt frá, á opnu svæði neðan við skíðalyftuna. Systir hennar Grýlu og nokkrir álfakonungar og drottningar voru með í för. Gunni Múr sá um brennuna, skólakór grunnskólans söng nokkur lög fyrir okkur og meðlimir úr Björgunarsveitinni Klakki voru með flugeldasýningu. 

Mætingin var mjög góð og vel tókst til við að kveðja jólin með góðri samverustund við eld, söng og ljósadýrð. 

Hér má sjá glæsilegt videó sem Tómas Freyr tók saman eftir þrettándann.