Leikskólinn Sólvellir er að fara af stað með Þróunarverkefni sem ber heitið „Ég og leikskólinn minn - ferlimöppur til að skapa markvisst upplýsingaflæði milli skóla og heimilis“. Leikskólinn fékk styrk í verkefnið sem snýr að nemendum fæddum árið 2002.

Miðvikudaginn 15. september var fundur með foreldrum barna í þeim árgangi til að kynna verkefnið. Á fundinum fengu foreldrar ferlimöppuna afhenta og koma síðan í viðtal til að fara yfir möppuna og koma með athugasemdir ef einhverja eru.

Foreldrar eldri barna verða kallaðir í viðtal þar sem þeir fá kynningu á ferlimöppunum en fyrst fá þeir möppuna til afhendingar.