Fimmtudaginn 25. mars n.k. mun AA deild Grundarfjarðar halda sinn þúsundasta fund. Að því tilefni verður fundurinn opinn gestum. Þeim sem vilja kynna sér starfsemi AA samtakanna er velkomið að taka þátt í fundinum, eða bara fylgjast með. Reynt verður að svara spurningum á opinn og einlægan hátt að fundi loknum. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Verkalýðsfélags Snæfellinga að Borgarbraut 2 og hefst klukkan 20:00.

 

Deildin